Geimferja í viðhaldsleiðangur

Reuters

Atlantis geimferjan leggur af stað í síðasta viðhaldsleiðangurinn til Hubblesjónaukans í  kvöld kl. 18 að íslenskum tíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnufræðivefnum.

Í leiðangrinum, sem tekur um ellefu daga, verða sett upp ný mælitæki og gömlum skipt út svo Hubble geti þjónað hlutverki sínu fram til ársins 2014 þegar nýr geimsjónauki, James Webb sjónaukinn, verður sendur á braut um jörðu.

Rúm sex eru liðin ár síðan geimfarar heimsóttu Hubble síðast, en það var í mars 2002. Ætlunin var að leggja upp í leiðangur árið 2004 en honum var frestað eftir að geimferjan Columbia fórst í byrjun árs 2003. Leiðangurinn var síðan sleginn endanlega af þrátt fyrir hávær mótmæli frá vísindamönnum og almenningi.

Geimferjunum var lagt eftir Columbia slysið en eftir að þær fóru að fljúga á ný hafa engin stórvægileg vandamál komið upp. Stjórn NASA gaf því grænt ljós í fyrra á leiðangur til Hubble eftir að hafa skoðað öryggismál geimfara vel og rækilega. Gera átti við Hubble síðastliðið haust en því var frestað þegar bilun varð í stjórnkerfi sjónaukans. Gera átti við Hubble síðastliðið haust en því var frestað þegar bilun varð í stjórnkerfi sjónaukans. Það tókst að ræsa varakerfi en síðustu sjö mánuðir hafa verið vel nýttir við að fara yfir skipulag leiðangursins.

Hægt er að fylgjast með leiðangrinum á Stjörnufræðivefnum


Kólumbía við geimskot árið 1981.
Kólumbía við geimskot árið 1981. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka