Umdeild netlög samþykkt í Frakklandi

Franski leikstjórinn Luc Besson fylgdist með umræðunum í franska þinginu …
Franski leikstjórinn Luc Besson fylgdist með umræðunum í franska þinginu í dag. Reuters

Neðri deild franska þingsins hefur samþykkt umdeilt lagafrumvarp sem ætlað er að taka á ólöglegu niðurhali á netinu. Skv. lögunum fær fólk þrjú tækifæri sé það staðið að því að hala niður efni með ólögmætum hætti. Ef það brýtur af sér í þrjú skipti þá verður netið tekið af þeim í eitt ár.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur lýst stuðningi við frumvarpið sem var hafnað í þinginu í síðasta mánuði. Kom það mörgum á óvart.

Frumvarpið, sem er fordæmisgefandi, setur strangar reglur í baráttunni við sjóræningjastarfsemi á netinu. Önnur ríki fylgjast grannt með málinu.

Tónlistariðnaðurinn á heimsvísu hefur kallað eftir því að lög gegn ólöglegu niðurhali verði hert.

Alls samþykktu 296 þingmenn frumvarpið en 233 voru á móti í því í neðri deild franska þingsins. Efri deildin mun greiða atkvæði um það á miðvikudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert