Geimferjan Atlantis er komin að Hubble geimsjónaukanum, sem er í um 560 km hæð yfir jörðu. Áhöfn Atlantis hefur tekist að láta vélararm geimferjunnar draga sjónaukann að ferjunni með fínlegum hreyfingum.
Á morgun hefjast fimm geimgöngur þar sem geimfararnir gera við og uppfæra Hubble, en bilanir hafa komið upp i sjónaukanum að undanförnu. Þetta er í fyrsta sinn frá því í mars 2002 sem geimáhöfn sér Hubble í návígi.
Smávægilegar skemmdir urðu á Atlantis þegar ferjunni var skotið á loft á mánudagskvöld. Bandaríska geimferðastofnunin segir hins vegar að skemmdirnar séu ekki það miklar að geimförunum stafi hætta af því.