Nærri átta tíma geimganga

Tveir bandarískir geimfarar unnu í 7 stundir og 56 mínútur í gær við að endurnýja miðunar- og aflkerfi Hubble geimsjónaukans.

Þeim Mike Massimino og Mike Goodnd tókst að lokum að koma fyrir nýjum snúðvísum og nýjum rafhlöðum í sjónaukanum. 

Geimfararnir munu í dag halda áfram við að endurnýja ýmsan búnað sjónaukans, sem verið hefur 19 ár í geimnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert