Gott fyrir heilastarfsemina að ganga aftur á bak

Hugsi á göngu
Hugsi á göngu mbl.is/Friðrik

Hugs­un­in verður skýr­ari ef gengið er aft­ur á bak. Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar hol­lenskra vís­inda­manna.

„Þurfi maður að tak­ast á við al­var­legt eða erfitt verk­efni get­ur það skerpt heil­a­starf­sem­ina að ganga aft­ur á bak,“ seg­ir vís­indamaður­inn Sever­ine Koch í banda­ríska rit­inu Psychological Science.

Hún fer fyr­ir hópi vís­inda­manna við Rad­boud há­skól­ann í Nij­me­gen í Hollandi sem rann­sökuðu áhrif­in af því að hreyfa sig til eða frá ein­hverju. Vís­inda­menn­irn­ir komust að því að bæði starf­semi heila og lík­ama örv­ast þegar maður hreyf­ir sig frá því sem maður þarf að ein­beita sér að.

Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni voru 38 há­skóla­nem­ar. Þeir áttu að taka eft­ir og leggja á minnið ýms­ar skrif­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem þeir gengu fram hjá, annaðhvort áfram, aft­ur á bak eða til hliðar. Best gekk að leysa verk­efn­in þegar gengið var aft­ur á bak.

Þegar um auðveld verk­efni var að ræða reynd­ist mun­ur­inn lít­ill.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert