Plastefni mælist í þvagi

Flöskur úr pólýkarbónatplasti eru vinsælar hjá íþróttamönnum.
Flöskur úr pólýkarbónatplasti eru vinsælar hjá íþróttamönnum. Reuters

Þeir sem drekka úr flöskum úr pólýkarbónatplasti hafa mun hærri styrk af Bisfenól-A (BPA) í þvagi en þeir sem ekki drekka úr slíkum flöskum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Environmental Health Perspectives.

Í frétt á vef Staðardagskrár 21 af málinu kemur fram að BPA-styrkur í þvagi þeirra sem þátt tóku í rannsókninni hækkaði um 69% á einni viku. „Vikuna á undan forðuðust þátttakendur að drekka úr plastflöskum, en í rannsóknarvikunni notuðu þeir pólýkarbónatflöskur undir nær alla kalda drykki sem þeir innbyrtu."

Þá er það útskýrt að BPA sé grunneiningin í pólýkarbónatplasti. Það hafi það „fram yfir flest annað plast að hægt er að framleiða úr því glæra, sveigjanlega og nær óbrjótanlega hluti á borð við drykkjarflöskur. Slíkar flöskur eru einkar vinsælar undir íþróttadrykki.

Pólýkarbónat er einnig notað í pela fyrir ungbörn o.m.fl. Í Kaliforníu og Minnesóta eru pelar með BPA bannaðir, en í löndum Evrópusambandsins eru þeir taldir hættulausir. BPA er þó á lista sambandsins yfir hormónatruflandi efni," segir í frétt Staðardagskrárvefjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka