Verðandi feður fá samúðarbumbu

Karlar verða að passa hvað þeir borða þegar konan er …
Karlar verða að passa hvað þeir borða þegar konan er ólétt.

Verðandi feður þyngj­ast að meðaltali um 6,35 kíló á meðan meðgöng­unni stend­ur, sam­kvæmt nýrri rann­sókn. Um fimmt­ung­ur karl­anna sem tóku þátt í rann­sókn­inni kenndu því um að þeir fengju stærri mat­ar­skammta þegar kon­an þeirra væri ólétt og 41% þeirra sögðu að meira snarl væri að finna í hús­inu á þessu tíma­bili.

Þá sýndi rann­sókn­in að um 25% karl­anna borðuðu meira til að láta maka sín­um líða bet­ur með eig­in þyngd­ar­aukn­ingu.  Feðrafé­lag í Bretlandi hef­ur í kjöl­farið gefið út þau skila­boð að karl­ar þurfi að vera meðvitaðir um að óheilsu­sam­leg­ur lífstíll þeirra geti haft áhirf á kon­urn­ar þeirra.

Meðal upp­á­halds „meðgöngusnakks“ karla má nefna pizz­ur, súkkulaði, kart­öflu­f­lög­ur og síðast en ekki síst, bjór. Um fjórðung­ur þátt­tak­enda kannaðist við að þurfa að kaupa „óléttu­föt“ á sjálf­an sig vegna vax­andi mitt­is­máls í meðgöng­unni.

42% aðspurðra para sögðust eyða meiri tíma í að fara á veit­ingastaði og öld­ur­hús á meðgöng­unni til þess að njóta sem best tím­ans sem þau eiga sam­an áður en barnið fæðist. Eft­ir fæðing­una er hins­veg­ar mun al­geng­ara að kon­ur fari í átak til að grenna sig, því aðeins þriðjung­ur karla sagðist taka þátt í slíku þrátt fyr­ir að hafa bætt á sig.

Aðstand­end­ur könn­un­ar­inn­ar segja ekki óeðli­legt þótt kon­ur borði meira og langi í feit­ari mat á meðan meðgöng­unni stend­ur. Það sé hins­veg­ar val karl­anna að leita í óhollt snakk og hvað þá held­ur bjór­inn. Þannig sé ekki hægt að kenna kon­um um þótt karl­ar bæti á sig samúðarbumbu á meðgöng­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert