Loftslagsmálin rædd í Kaupmannahöfn

Al Gore.
Al Gore. mbl.is/Ómar

Stjórnmálamenn, kaupsýslumenn og fræðimenn munu hittast í Kaupmannahöfn í dag og ræða baráttuna gegn hlýnun jarðar. Meðal þeirra sem taka þátt í ráðstefnunni er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins Jose Manuel Barroso og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, Nóbelsverðlaunahafinn, Al Gore.

Meðal þess sem ræða á er hvernig hægt er að hvetja fjárfesta til þess að fjárfesta í grænni tækni og hvernig hægt er að nýta orkuauðlindir á skilvirkari hátt. Fulltrúar ýmissa stórfyrirtækja taka þátt í ráðstefnunni sem Sameinuðu þjóðirnar standa að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka