Drekaeðlur ráðast á fólk

Komodo-dreki
Komodo-dreki Reuters

Eðlu­teg­und sem kennd er við eyj­una Komodo á Indó­nes­íu hrell­ir nú íbúa tveggja eyja í suðaust­ur­hluta Indó­nes­íu. Eðlan, sem er stærsta eðla heims og í út­rým­ing­ar­hættu, er sögð hafa tekið upp á því á und­an­förn­um árum að ráðast á fólk.

Eðlan hef­ur tenn­ur sem minna mest á há­karla­tenn­ur og er bit henn­ar svo eitrað að það dreg­ur menn til dauða á nokkr­um klukku­tím­um fái þeir ekki móteit­ur gegn því.

Vitað er til þess að tveir hafi látið lífið eft­ir slík bit á síðustu tveim­ur árum og nokkr­ir til viðbót­ar hafa hlotið al­var­lega áverka. Íbúar eyj­anna segja hins veg­ar ekki vera nema nokk­ur ár frá því að eðlurn­ar fóru að ráðast á menn.

„Ég hélt ég myndi ekki lifa það af… Ég hef varið helm­ingi ævi minn­ar í að vinna með Komodo-drek­um en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,” seg­ir þjóðgarðsvörður­inn Main um árás sem hann varð fyr­ir. „Til allr­ar ham­ingju heyrðu vin­ir mín­ir til mín og komu mér á sjúkra­hús í tæka tíð.”

Komodo drek­ar geta orðið allt að 3 metr­ar á lengd og 70 kg og eru þeir mjög vin­sæl­ir í dýra­görðum í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Þeir eru rán­dýr sem lifa aðallega á dá­dýr­um.

Eðlurn­ar finn­ast nú ein­göngu villt­ar á eyj­un­um Komodo og Rinca en þær dóu út á þriðju eyj­unni Padar á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Til er þjóðsaga á svæðinu sem herm­ir að menn og drek­ar séu af­kom­end­ur  tví­bura og að því hafi þeir lifað öld­um sam­an í sátt og sam­lyndi.

„Þeir réðust aldrei á okk­ur þegar við geng­um ein í skóg­in­um og hafa aldrei ráðist á börn­in okk­ar,” seg­ir einn íbú­anna. „Nú höf­um við öll mikl­ar áhyggj­ur af þessu.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert