Betri meðferð við lungnakrabba

Smásjármynd af illkynja krabbameinsfrumu.
Smásjármynd af illkynja krabbameinsfrumu. Reuters

Samblanda af tveimur krabbameinsmeðferðum, í kjölfarið á hefðbundinni lyfjameðferð, getur hægt á ákveðnum tegundum lungnakrabbameins, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem greint var frá í dag. Rannsóknin var gerð af Vincent Miller, við Memorial Sloan-Ketterin Cancer Center í New York. AFP fréttaveitan greinir frá þessu.

Vöxtur krabbameina í sjúklingum sem fengu lyfin Tarceva og Avastin, reyndist hægari heldur en í samanburðarhópi sjúklinga sem aðeins fengu Avastin.

Yfir 750 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og fengu ýmist Avastin í bland við lyfleysu eða bæði lyfin. Hjá þeim sem fengu bæði lyfin liðu að meðaltali 4,8 mánuðir frá meðferðinni þar til krabbameinið byrjaði aftur að vaxa, en aðeins 3,7 mánuðir hjá hinum hópnum.

Túlkaði hann niðurstöður rannsóknarinnar þannig að 29% minni áhætta væri á framþróun lungnakrabbameina af þessum tegundum, svonefndra smáfrumukrabbameina, hjá þeim sem fengu bæði lyfin en hjá þeim sem aðeins fengu annað þeirra.

Smáfrumukrabbamein í lungum eru oft tengd reykingum, en þau valda 23,3% allra dauðsfalla af völdum krabbameina í Bandaríkjunum. Þau eru þar með skæðasta krabbameinið þar í landi. Þar á eftir koma ristilkrabbamein og brjóstakrabbamein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert