Er Twitter-bólan sprungin?

Fáir sjá um að framleiða efni á Twitter-tengslanetinu.
Fáir sjá um að framleiða efni á Twitter-tengslanetinu. Reuters

Örbloggþjónustan og tengslanetið Twitter er mjög vinsælt og jókst fjöldi notenda um 1382% á síðasta ári og talið er að um 10 milljónir tölvunotenda séu skráðir inn í þetta net og er aukningin meiri en nokkurt tengslanet hefur áður séð. Nýleg könnun sýnir hins vegar að það eru einungis 10% af notendunum sem framleiða um 90% af efni vefjarinns.

Samkvæmt fréttavef BBC komust vísindamenn í Harvard-háskólanum að því að flestir tweeta bara einu sinni um ævina og ríflega helmingur notenda uppfærir Twitter-bloggið sitt sjaldnar en á 74 daga fresti.

Bill Heil sem er í framhaldsnámi í Harvard Business School  og sá um rannsóknina segir að Twitter líkist meira útgáfu þar sem fáir framleiða efni fyrir marga fremur en margþættu tengslaneti.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert