Er Twitter-bólan sprungin?

Fáir sjá um að framleiða efni á Twitter-tengslanetinu.
Fáir sjá um að framleiða efni á Twitter-tengslanetinu. Reuters

Örbloggþjón­ust­an og tengslanetið Twitter er mjög vin­sælt og jókst fjöldi not­enda um 1382% á síðasta ári og talið er að um 10 millj­ón­ir tölvu­not­enda séu skráðir inn í þetta net og er aukn­ing­in meiri en nokk­urt tengslanet hef­ur áður séð. Ný­leg könn­un sýn­ir hins veg­ar að það eru ein­ung­is 10% af not­end­un­um sem fram­leiða um 90% af efni vefjar­inns.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC komust vís­inda­menn í Har­vard-há­skól­an­um að því að flest­ir tweeta bara einu sinni um æv­ina og ríf­lega helm­ing­ur not­enda upp­fær­ir Twitter-bloggið sitt sjaldn­ar en á 74 daga fresti.

Bill Heil sem er í fram­halds­námi í Har­vard Bus­iness School  og sá um rann­sókn­ina seg­ir að Twitter lík­ist meira út­gáfu þar sem fáir fram­leiða efni fyr­ir marga frem­ur en margþættu tengslaneti.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert