Windows 7 selt án IE í Evrópu

Bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft tilkynnti í kvöld að ný útgáfa af stýrikerfinu Windows verði seld í Evrópu án netvafrans Internet Explorer. Sala á að hefjast á Windows 7 þann 22 október en í Evrópu verða neytendur að hlaða inn netvafra að eigin vali.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í kvöld yfir efasemdum um að hugur fylgdi máli. Evrópusambandið hefur lengi átt í hörðum deilum við Microsoft vegna samkeppnismála og í janúar sakaði framkvæmdastjórin fyrirtækið enn á ný um að reyna að koma í veg fyrir samkeppni með því að láta Internet Explorer fylgja með Windows stýrikerfinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka