Karlar látast frekar vegna krabbameins en konur

Reuters

Tregða karlmanna til þess að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og til þess að fara til læknis getur orðið til þess að mynda kynjabil þegar kemur að krabbameini og dauðsföllum.

Ef litið er til krabbameins sem hefur áhrif á bæði kynin eru karlmenn 60% líklegri til þess að fá það og 70% líklegri til þess að deyja af völdum þess, samkvæmt upplýsingur Cancer Research UK.

Engin líffræðileg skyring hefur fundist fyrir þessu en verið getur að ástæðan sé að konur hugsa betur um heilsuna, segja sérfræðingar. Þeir segja að karlmenn þurfi að vera meðvitaðri um hætturnar í lífi sínu.

Álitið er að hægt sé að komast hjá um helmingi krabbameinstilfella með breyttum lífsstíl.

Í það heila er talið að karlmenn séu 40% líklegri til þess að látast af völdum krabbameins og 16% líklegri til þess að fá sjúkdóminn. Rannsóknirnar eru byggðar á breskum gögnum frá 2006 og 2007.

Ef brjóstakrabbamein og önnur krabbameins sem lúta að kyni, sem og lungnakrabbamein sem er mun algengara hjá karlmönnum en kvenfólki sökum þess hve karlmenn reykja mikið meira,  eru tekin úr jöfnunni er munurinn milli kynjanna enn meiri. Niðurstöðurnar komu rannsóknarmönnum talsvert á óvart.

Meira á vef BBC.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert