Umræður um stjórnmál bæta lestur

Mbl.is/Friðrik Tryggvason

Umræður um stjórn­mál og list hafa meiri áhrif á lestr­arkunn­áttu barna en fé­lags­leg­ur bak­grunn­ur for­eldr­anna, sam­kvæmt nýrri danskri könn­un. Umræður um fót­bolta skila ekki sama ár­angri.

Börn sem taka þátt í umræðum um stjórn­mál, bæk­ur og kvik­mynd­ir við kvöld­verðar­borðið lesa tals­vert bet­ur en börn sem aldrei tala um þessi efni. Þetta sýn­ir ný könn­un frá An­vendt Komm­unal Forskn­ing í Dan­mörku og verða niður­stöður henn­ar kynnt­ar bet­ur í dag.

Þetta gild­ir bæði um fjöl­skyld­ur þar sem for­eldr­ar eru lítið menntaðir og á heim­il­um þar sem for­eldr­arn­ir eru há­skóla­menntaðir og lista­verk hanga uppi á veggj­un­um.

Rann­sókn­in beind­ist að börn­um inn­flytj­enda í til­tekn­um ár­göng­um í grunn­skóla en umm­ræður um stjórn­mál eru al­veg eins mik­il­væg á heim­il­um barna með dansk­an bak­grunn og hafa eins mik­il áhrif á lestr­arkunn­áttu. Það leiðir eldri könn­un sem sömu rann­sókn­ar­menn fram­kvæmdu.

Ástæða þess að umræðurn­ar gagn­ast börn­un­um á þenn­an hátt er sú að þá þjálfast börn­in í sund­ur­grein­andi og gagn­rýnni hugs­un. Þau þjálfa ekki sömu færni ef þau tala um fót­bolta eða hvernig það gekk í skól­an­um.

Góður lest­ur geng­ur ekki ein­ung­is út á það að skilja text­ann held­ur líka að geta séð hann í stærra sam­hengi. Þeir sem fram­kvæmdu rann­sókn­ina sögðu því að það gæti hjálpað til með lestr­arkunn­áttu ef nem­end­ur tækju þátt í umræðum um þessi efni í skól­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert