Geimskoti aftur frestað

Endeavour á skotpallinum á Canaveralhöfða á Flórída.
Endeavour á skotpallinum á Canaveralhöfða á Flórída. Reuters

Geimskoti geimferjunnar Endeavour hefur verið frestað á ný vegna eldsneytisleka. Til stóð að skjóta ferjunni á loft á laugardag en þá var geimferðinni frestað fram til dagsins í dag vegna vetnisleka. Í gærkvöldi var geimskotinu síðan frestað um óákveðinn tíma vegna þess að nýr leki fannst.

Til stendur að geimferjan flyti hluta af japanskri rannsóknarstofu til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Nú er ljóst, að ekki verður af ferðinni fyrr en í júlí.

Sjö manna áhöfn verður í Endeavour og verða því 13 manns í geimstöðinni þegar ferjan kemur þangað en fyrir eru sex geimfarar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert