Nýtt krabbameinslyf vekur vonir

Illkynja krabbameinsfrumur.
Illkynja krabbameinsfrumur. Reuters

Tveir karlmenn, sem voru með krabbamein í blöðruhálskirtli, læknuðust eftir að þeir tóku nýtt tilraunalyf, sem nefnt er ipilimunab. Mennirnir voru báðir taldir dauðvona áður en þeir tóku lyfið og skurðaðgerð var talin þýðingarlaus.

Fram kemur í breska blaðinu Sunday Times, að mennirnir tveir tóku þátt í tilraun með lyfið á Mayo stofnuninni í Minnesota ásamt rúmlega 100 öðrum karlmönnum. Þeir sem stýrðu tilrauninni voru svo ánægðir með niðurstöðurnar að þeir birtu þær áður en tilrauninni lauk formlega.

Eugene Kwon, sem stýrði tilrauninni, sagði að árangurinn hefði farið langt fram úr öllum vonum. Sjúklingarnir fengu hefðbundna hormónameðferð til að fjarlægja hormóninn testósterón. Þeir fengu síðan einn skammt af lyfinu, sem styrkir ónæmiskerfi líkamans.

Niðurstaðan varð sú, að krabbameinsmótefni minnkaði það mikið, að talið var kleift að gera skurðaðgerð á mönnunum. Og þegar skurðlæknarnir gerðu aðgerðina sáu þeir sér til undrunar, að krabbameinsæxlin höfðu minnkað umtalsvert.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert