Tilraunaútgáfa af nýrri, ókeypis vírusvörn frá Microsoft er komin á markað í Bandaríkjunum, Kína, Brasilíu og Ísrael. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Hugbúnaðarrisinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vírusvörn skuli ekki fylgja Windows stýrikerfinu. BBC segir hinu nýju vörn koma á markað í öðrum löndum síðar á árinu.
Fyrsta vírusvörn Microsoft, Windows Live OneCare, náði aldrei flugi og framleiðslu verður hætt.
Þessari nýja vírusvörn, Microsoft Security Essentials (MSE), verður hægt að hlaða niður af heimasíðu fyrirtækisins og hún er sögð endurnýjast sjálfkrafa í tölvum notenda þegar ný útgáfa verður að veruleika.
Aðrir framleiðendur vírusvarna draga í efa að Microsoft geti keppt við þeirra vöru. Í yfirlýsingu fyrirtækisins Symantec segir að við fyrstu sýn virðist MSE ekki ná sama árangri og aðrar ókeypis varnir og sé langt frá því sambærileg við þær sem boðnar eru til sölu. Upplýsingar þar að lútandi séu villandi.