Milljónir leituðu að Jackson

Jackson var syrgður víða um heim og í netheimum í …
Jackson var syrgður víða um heim og í netheimum í dag. Reuters

 „Vöxturinn í leit tengdri Michael Jackson var svo mikill að Google News hélt hann í fyrstu vera árás,“ segir á vefsíðu Google. Þar segir að margar milljónir fólks um allan heim hafi byrjaði að leita frétta af poppkónginum í gær og hafi það vakið upp grunsemdir um árásir tölvuþrjóta.

Google flokkaði eftirsóknina eftir Jackson-tengdri leit eins og „eldgos“. „Þess vegna var það svo að í um 25 mínútur kom upp síða sem segir notendum að leit þeirra líkist sjálfkrafa leit tölvuvírusa eða njósnaforrita“ og neyðir þá til að skrifa inn bókstafi áður en leit er haldið áfram.

Vefur inn Twitter varð líka hægur í gær þar sem notendur skiptust á þúsundum skilaboða á mínútu varðandi dauða Jacksons. Yahoo-vefurinn sagði að forsíðufrétt þeirra um Jackson hefði verið sú mest lesna í sögu vefjarins, eða með 800.000 heimsóknir á innan við 10 mínútum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert