Týndar upptökur af tunglendingunni fundnar

Neil Armstrong gengur um á tunglinu 20. júlí 1969. MIkil …
Neil Armstrong gengur um á tunglinu 20. júlí 1969. MIkil hátíðarhöld eru fyrirhuguð í tilefni af fjörtíu ára afmæli tunglgöngunnar. NASA

Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, ráðgerir að birta í næsta mánuði upptökur af tungllendingu Apollo 11 árið 1969. Að sögn breska blaðsins, Sunday Express, er um að ræða ósýndar myndbandsupptökur sem týndust í kjölfar lendingarinnar. Þær fundust í geymslu í Perth í Ástralíu.

Í næsta mánuði verða fjörutíu ár frá því að Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið. Talið er að upptökurnar nýfundnu verði hápunktur hátíðarhalda af því tilefni.

Upptökurnar eru sagðar í mun meiri gæðum en þær sem sýndar voru sjónvarpsáhorfendum árið 1969. Er það vegna þess hversu miklum gæðum upptökurnar töpuðu í ferlinu við að koma þeim í sjónvörp Bandaríkjamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert