Leitar leiða til að stórbæta orkuvinnslu sólarsellna

Róbert Magnússon.
Róbert Magnússon.

„Ég er að reyna nýjar aðferðir við að auka nýtingu sólarljóss,“ segir Róbert Magnússon, heiðursprófessor við University of Texas, en hann vinnur nú að því að auka orkunýtni sólarsellna um tugi prósenta.

Róbert og félagar hans vinna einnig að smíði efnanema, sem á vonandi eftir að gera lyfjaþróun miklu ódýrari en nú er.

„Takmark okkar er að sjá hvaða sameindir „tala saman“ ef svo má að orði komast,“ segir Róbert en um þetta verkefni hefur hann stofnað fyrirtækið Resonant Sensors Incorporated ásamt fyrrverandi nemanda sínum.

Staðan, sem Róbert var skipaður í, hlaut 300 milljóna króna styrk úr tæplega 40 milljarða kr. nýsköpunarsjóði í Texas.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert