Segja te hollara en vatn

Te er mannbætandi
Te er mannbætandi Ásdís Ásgeirsdóttir

Að drekka þrjá eða fleiri tebolla á dag er álíka hollt ogað drekka vel af vatni. Tedrykkja hefur jafnvel betri áhrif á heilsuna. Er þetta meðal niðurstaða í rannsókn European Journal of Clinical Nutrition. Segjast rannsakendur einnig hafa hrakið þá viðteknu skoðun að te hafi þvaglosandi áhrif.

Kemur þetta fram á vef BBC.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tedrykkja varni hjartasjúkdómum og sumum tegundum krabbameins. Rannsóknina segja enskir næringarfræðingar gefa sterkt til kynna að þrír til fjórir tebollar á dag dragi úr líkum á hjartaáfalli. Varnaðaráhrif teneyslu gegn krabbameini voru þó ekki eins skýr.

„Tedrykkja er í raun hollari en að drekka vatn,“ segir einn vísindamannanna en að hans sögn fullnægir það ekki aðeins vatnsþörf líkamans heldur inniheldur það andoxunarefni. Meðal annarra heilsufarslegra kosta tes er vörn gegn tannsteini, mögulegum tannskemmdum og beinþynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka