Segja te hollara en vatn

Te er mannbætandi
Te er mannbætandi Ásdís Ásgeirsdóttir

Að drekka þrjá eða fleiri te­bolla á dag er álíka hollt ogað drekka vel af vatni. Tedrykkja hef­ur jafn­vel betri áhrif á heils­una. Er þetta meðal niðurstaða í rann­sókn Europe­an Journal of Cl­inical Nut­riti­on. Segj­ast rann­sak­end­ur einnig hafa hrakið þá viðteknu skoðun að te hafi þvag­los­andi áhrif.

Kem­ur þetta fram á vef BBC.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til að tedrykkja varni hjarta­sjúk­dóm­um og sum­um teg­und­um krabba­meins. Rann­sókn­ina segja ensk­ir nær­ing­ar­fræðing­ar gefa sterkt til kynna að þrír til fjór­ir te­boll­ar á dag dragi úr lík­um á hjarta­áfalli. Varnaðaráhrif teneyslu gegn krabba­meini voru þó ekki eins skýr.

„Tedrykkja er í raun holl­ari en að drekka vatn,“ seg­ir einn vís­inda­mann­anna en að hans sögn full­næg­ir það ekki aðeins vatnsþörf lík­am­ans held­ur inni­held­ur það andoxun­ar­efni. Meðal annarra heilsu­fars­legra kosta tes er vörn gegn tann­steini, mögu­leg­um tann­skemmd­um og beinþynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert