Mikið kynlíf styrkir sæðið

Áströlsk rann­sókn, sem kynnt var á frjó­sem­is­ráðstefnu í Amster­dam, bend­ir til þess að dag­legt kyn­líf styrki sæðið og auki lík­ur á þung­un.  Er pör­um, sem geng­ur illa að eiga barn, ráðlagt að hafa sam­far­ir á minnst tveggja til þriggja daga fresti.

Rann­sókn­in sem gerð var á karl­mönn­um, sem eiga við ófrjó­sem­is­vanda­mál að stríða, bend­ir til þess að dag­legt sáðlát dragi úr skemmd­um á erfðaefni.  Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Dav­id Green­ing, sem stýrði rann­sókn­inni, seg­ir að kenn­ing­in sé sú að eft­ir því sem sæðið er leng­ur í eist­un­um, þeim mun meiri lík­ur eru á að erfðaefnið skemm­ist. Einnig geri hit­inn það að verk­um að sæðis­frum­urn­ar verða ekki eins spræk­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert