Mentor í landvinningum

Mentor hefur skrifað undir samning við Örebro um að innleiða …
Mentor hefur skrifað undir samning við Örebro um að innleiða InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins.

Mentor skrifaði í vikunni undir samning við sænska sveitarfélagið Örebro um að innleiða InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Um er að ræða 47 grunnskóla með rúmlega 15.000 nemendum og 1.000 kennurum. Þetta er stærsti samningur sem Mentor hefur gert enn Örebro er sjöunda stærsta sveitarfélag Svíþjóðar, að því er fram kemur í tilkynningu.

Árið 2007 sameinaðist Mentor sænska fyrirtækinu P.O.D.B. Mentor er nú kominn með rúmlega 10% markaðhlutdeild á sænska grunnskólamarkaðinum. Hjá Mentor vinna 26 starfsmenn þar sem helmingur er staðsettur á Íslandi og helmingur í Svíþjóð. Öll hönnun og þróun Mentorkerfisins fer fram hérlendis en sænska fyrirtækið sér um sölu, ráðgjöf og innleiðingu kerfisins í Svíþjóð.

Mentor er í eigu frumkvöðla en auk þess er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hluthafi í fyrirtækinu. Mentor er handhafi Vaxtasprotans 2008 og 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert