Sjálfshjálp gerir illt verra

Sjálfshjálparbækur
Sjálfshjálparbækur mbl.is/Kristinn

Þeim sem eru með lítið sjálfstraust líður í raun verr eftir að hafa  hvað eftir annað endurtekið við sjálfa sig að þeir séu ágætir.  Að segja við sjálfan sig að maður sé indælismanneskja hjálpar aðeins þeim sem eru með sjálfstraustið í lagi, að því er niðurstöður rannsóknar kanadískra vísindamanna sýna.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeim sem eru með lítið sjálfstraust leið betur þegar þeir leyfðu sér að hugsa á neikvæðum nótum heldur en þegar þeir voru beðnir um að einbeita sér að jákvæðum hugsunum.

Vísindamennirnir telja að slík einbeiting geti valdið ögrandi hugsunum hjá þeim sem eru með lítið sjálfstraust. Neikvæðu hugsanirnar geti þá tekið yfirhöndina.

Að sögn vísindamannanna geta hins vegar jákvæðar hugsanir hjálpa séu þær liður í umfangsmeiri meðferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka