Vísir að ofurtölvumiðstöð

Ebba Þóra Hvannberg
Ebba Þóra Hvannberg mbl.is/Árni Sæberg

„Verkefnið er enn á hugmyndastigi en við erum búin að vinna að þessu í nokkurn tíma. Þetta snýst um að samnýta rannsóknarinnviði sem eru mjög dýrir. Við eigum mjög góða fyrirmynd að slíku samstarfi á Norðurlöndunum sem er farsæl uppbygging og rekstur á gagnaneti, NORDUnet. Á sama hátt langar okkur til að koma upp ofurtölvumiðstöð,“ segir Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, um fyrirhugaðan rekstur ofurtölvu hér á landi.

„Ástæðan fyrir því að við viljum hafa hana á Íslandi er sú að hér er rekstur hennar hagkvæmastur. Framlag Íslands er til rekstrar, þar með talið raforku, en við væntum þess að framlag hinna norrænu ríkjanna, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, verði í formi vélbúnaðar.“

Innt eftir fyrirhugaðri staðsetningu segir Ebba Þóra hana óákveðna en hún upplýsir að kostnaðaráætlun hljóði upp á hundruð milljóna króna.

Möguleikarnir séu miklir.

„Vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlegir. Ef við skoðum sambærilegar miðstöðvar í Evrópu eiga allir við þann vanda að glíma að orkuverðið og orkuþörfin fara vaxandi. Annað, sem er ekki síður mikilvægt, er samstarfið á milli landanna og möguleiki á að geta selt aðgang að tölvunni.“

Fjallað er um verkefnið í norrænum tæknimiðlum og kemur fram í Teknisk Ukeblad að danskir sérfræðingar áætli að rekstur ofurtölvu hér spari árlega sem svarar um 540 milljónum króna í raforkukostnað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert