Sæðisframleiðsla í Newcastle

Vísindamenn í Newcastle segjast hafa búið sæðisfrumur manns á rannsóknarstofu og segja að slíkt hafi aldrei tekist áður. Telja þeir að þetta geti hjálpað ófrjóum karlmönnum til að eignast börn. Hins vegar eru ekki allir á eitt sáttir um að tilraun vísindamannanna hafi tekist að fullu.

Greint er frá sæðisframleiðslunni í ritinu Stem Cells and Development en þar kemur fram að það taki fimm ár hið minnsta að fullkomna framleiðsluna.

Nánar er fjallað um sköpunarverk vísindamannanna á vef BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert