Sæðisframleiðsla í Newcastle

00:00
00:00

Vís­inda­menn í Newcastle segj­ast hafa búið sæðis­frum­ur manns á rann­sókn­ar­stofu og segja að slíkt hafi aldrei tek­ist áður. Telja þeir að þetta geti hjálpað ófrjó­um karl­mönn­um til að eign­ast börn. Hins veg­ar eru ekki all­ir á eitt sátt­ir um að til­raun vís­inda­mann­anna hafi tek­ist að fullu.

Greint er frá sæðis­fram­leiðslunni í rit­inu Stem Cells and Develop­ment en þar kem­ur fram að það taki fimm ár hið minnsta að full­komna fram­leiðsluna.

Nán­ar er fjallað um sköp­un­ar­verk vís­inda­mann­anna á vef BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka