Töf Endeavour kostar NASA 4,5 milljónir dala

Endeavour bíður þess að verða skotið á loft frá skotpalli …
Endeavour bíður þess að verða skotið á loft frá skotpalli 39A á Kennedy geimstöðinni í Florída. Reuters

Þrumuveður og vandræði við eldsneytistanka hafa komið í veg fyrir fimm tilraunir til að skjóta á loft geimskutlunni Endeavour. Töfin mun kosta NASA, bandarísku geimferðastofnunina um 4,5 milljónir dala, rúmlega hálfan milljarð króna.

Ekki síst er að kostnaður við að fylla á, tappa af og fylla aftur á utanáliggjandi eldsneytistanka skutlunnar með sérstöku vetnis- og súrefniseldsneyti í vökvaformi. Þá þarf að greiða starfsmönnum NASA fyrir yfirvinnuna sem þetta krefst.

Sjötta tilraunin verður gerð síðla dags á morgun frá Flórída, en aðeins 40% líkur eru taldar á því að veðurskilyrði verði til staðar. Einnig var athugað að skjóta skutlunni á loft á fimmtudag, sem væri þá síðasti dagurinn áður en flugferð Endeavour myndi trufla flugtak rússneska fraktfarsins Progress, sem á að fara fram þann 24.júlí.

Gangi það ekki upp verður næsta tilraun með Endeavour gerð 26.júlí.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert