Minnast fyrstu skrefanna á tunglinu

Tunglryk og stjörnukort og alls kyns minjagripir um fyrstu skref mannsins á tunglinu eru nú til sölu á uppboðsskrifstofu í New York. Fjörutíu ár eru nú síðan bandaríski geimfarinn Neil Armstrong lenti á tunglinu og nú er hægt að kaupa allt að fimmtíu hluti úr ferðinni.

Þá er hægt að kaupa sérhannaðan geimbúning Armstrongs, en búist er við að hann seljist á allt að 20 þúsund dali, um 2,5 milljónir króna. Ýmsir ódýrari hlutir eru einnig í boði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert