Áhöfn geimskutlunnar Endeavour var boðin velkomin um borð í Alþjóðlegu geimstöðina nú fyrir skemmstu. Illa gekk að koma Endeavour af stað en á miðvikudagskvöldið tókst það loks eftir fimm misheppnaðar tilraunir dagana á undan. Var henni skotið á loft frá Kennedy geimstöðinni á Flórída en talið er að töfin hafi kostað NASA, bandarísku geimferðastofnunina, um 4,5 milljónir dala.
Samkvæmt frétt BBC hafa aldrei jafnmargir geimfarar verið samankomnir í einu á sporbaug. Alls voru þrettán manns í geimstöðinni, þegar sjö manna áhöfn skutlunnar bættist við sex manna starfslið stöðvarinnar.
Áhöfnin ferjaði með sér það sem á vantaði upp á að hægt væri að ljúka gerð tilraunastofu frá Japan, varahluti og mat. Er gert ráð fyrir að heimsóknin var í ellefu daga.