Tveir geimfarar úr bandarísku geimferjunni Endeavour hafa lokið við fyrstu af fimm geimgöngum sínum sem skipulagðar eru á meðan þeir dvelja í Alþjóðlegu geimstöðinni, samkvæmt upplýsingum frá NASA, bandarísku geimferðastofnuninni.
Tim Kopra, sem var í sinni fyrstu geimgöngu og Dave Wolf, gamalreyndur geimfari, komu aftur í Alþjóðlegu geimstöðina í gærkvöldi klukkan 21:51 að íslenskum tíma, 37 mínútum á undan áætlun. Voru þeir rúma fimm tíma á göngu í geimnum.
Aldrei hafa jafnmargir geimfarar verið
samankomnir í einu á sporbaug. Alls voru þrettán manns í geimstöðinni,
þegar sjö manna áhöfn skutlunnar bættist við sex manna starfslið
stöðvarinnar á föstudag.
Áhöfnin ferjaði með sér það sem á vantaði upp á að
hægt væri að ljúka gerð tilraunastofu frá Japan, varahluti og mat. Er
gert ráð fyrir að heimsóknin var í ellefu daga. Endeavour var skotið á loft á miðvikudagskvöldið eftir að geimskotinu hafði verið frestað fimm sinnum dagana á undan.