Sólmyrkva beðið með óþreyju

Sólmyrkvi sem sást frá Madrid á Spáni í október árið …
Sólmyrkvi sem sást frá Madrid á Spáni í október árið 2005. REUTERS

Töluverð spenna er á Indlandi og í Kína þar sem lengsti sólmyrkvi aldarinnar verður sjáanlegur á morgun. Fjöldi fólk hefur ferðast sérstaklega til þeirra svæða, þar sem sólmyrkvinn mun sjást, til að verða vitni að honum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Sólmyrkvinn mun vara í sex mínútur og 39 sekúndur þar sem hann sést lengst. Hans mun fyrst vera vart við Khambhat-flóa norður af Mumbai á Indlandi. Þaðan mun hann færast til austurs yfir Indland, Nepal, Burma, Bangladesh, Bútan,  Kína og Kyrrahafið þar sem hann ætti að sjást frá japönskum eyjum og síðast frá eyjunni Nikumaroro í Kiribati eyjaklasanum í sunnanverðu Kyrrahafi. 

Sérfræðingar vonast til þess að lengd sólmyrkvans muni veita þeim einstakt tækifæri til rannsóknar á sólvindum. 

Einn þeirra Lucie Green, sem starfar við University College London en er nú um borð í rannsóknarskipi úti fyrir strönd japönsku eyjunnar Iwo Jima, segir yfirborð sólarinnar nú óvenjuheitt en hitinn þar mælist nú 2 milljón gráður. „Við viðum ekki hvers vegna hitinn er þetta hár,” segir hann.

„Við ætlum að skota hvort það séu bylgjur á yfirborðinu. Bylgjur gætu myndað orku sem skýrir þennan mikla hita. Fáum við niðurstöðu í það mun það auka þekkingu okkar á sólinni.” 

Síðast varð alger sólmyrkvi í ágúst árið 2008 en hann varði einungis í tvær mínútur og 27 sekúndur. Næst verður alger sólmyrkvi þann 11. júní á næsta ári. Hann verður hins vegar einungis sýnilegur á litlu svæði yfir sunnanverðu Kyrrahafi og í Argentínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert