Hvernig hnerrar maður í geimbúningi?

Það getur verið vont mál og vandræðalegt að þurfa að …
Það getur verið vont mál og vandræðalegt að þurfa að hnerra í geimbúningi. Reuters

„Miðið lágt og ekki á glerið, því annars verður útsýnið ekkert og það er ekki nokkur möguleiki á að þrífa það,“ segir geimfarinn og reynsluboltinn David Wolf, en hann gaf forvitnum geimáhugamönnum m.a. þessa ráðleggingu í gær.

Wolf viðurkenndi að hann hefði þurft að hnerra þegar hann var á geimgöngu við Alþjóðlegu geimstöðina á mánudag.

Wolf, ásamt félögum sínum úr Endeavour geimferjunni, tók sér pásu frá vinnu í gær til að svara spurningum þeirra sem fylgjast með Twitter-bloggi leiðangursstjórans Mark Polansky.

Áhöfnin ferjaði með sér það sem á vantaði upp á að hægt væri að ljúka gerð tilraunastofu frá Japan, varahluti og mat. Er gert ráð fyrir að heimsóknin vari í ellefu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert