Streita hefur áhrif á astma

Meng­un frá um­ferð get­ur valdið ast­ma hjá börn­um og sé stressuðum for­eldr­um bætt í jöfn­una aukast lík­urn­ar enn frek­ar. Það sama á við börn sem verða fyr­ir óbein­um reyk­ing­um í móðurkviði, al­ist þau svo upp með stressuðum for­eldr­um er enn lík­legra að þau fái ast­ma.

Þetta er m.a. niðurstaða nýrr­ar kanadískr­ar rann­sókn­ar. Rann­sak­end­urn­ir söfnuðu upp­lýs­ing­um um heilsu­far og aðstæður í um­hverfi um 2.500 barna í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um.

Rann­sókn­in er birt í vefút­gáfu Proceed­ings of the Nati­onal Aca­demy of Sciences.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert