Hringvegurinn ekinn á íslensku metani

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson munu um helgina aka kringum landið á bíl knúnum íslensku metani. Þetta er í fyrsta skipti sem hringvegurinn er ekinn á bíl knúnum alíslensku umhverfisvænu eldsneyti. Með leiðangrinum er vakin athygli á þeim möguleikum sem felast í innlendri eldsneytisframleiðslu og metanbílum sem vistvænum og sparneytnum valkosti í samgöngum.

Einar, íþróttamaðurinn kunni frá því á árum áður, og Ómar, sjónvarspmaður með meiru, leggja upp frá áfyllingarstöð N1 við Bíldshöfða 2. Bíldshöfðastöðin er beintengd með röri út í Álfsnes og er hugsanlega eina fjölorkustöðin í heiminum þar sem fyllt er á bíla beint úr orkulindinni. Opnun fleiri stöðva er í bígerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka