Geimferðir frá Abu Dhabi

Geimferjan SpaceShipOne,
Geimferjan SpaceShipOne, mbl.is

Samið hefur verið um að fyrsta einkaflugstöðin fyrir geimferðir verði í Abu Dhabi. Aabar Investments tilkynnti í dag áætlun um að smíða skotpall og flugstöð fyrir fyrsta einkavædda geimflugfélagið - Virgin Galactic.

Aabar Investments keypti 32% hlut í eignarhaldsfyrirtæki Virgin Galactic fyrir 280 milljónir Bandaríkjadala en fyrirtækið er metið á 900 milljónir dala.

Virgin Galactic var stofnað af Sir Richard Branson 2004 með það fyrir augum að reka geimflugfélag fyrir ferðamenn sem vilja komast út í geim og heim aftur. Samkvæmt AFP fréttastofunni er fyrirtækið á lokastigi með tilraunaflug og þróun geimferju.

Um 300 manns víða um heim hafa samanlagt greitt 40 milljónir dala í innborgun á sæti í geimferðir félagsins.

SpaceShipOne heitir fyrsta geimferjan sem smíðuð er af einkaaðilum og mun hún hafa farið þrjár ferðir út í geim 2004.

Vefsíða SpaceShipOne



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert