Samheitalyf Viagra á markað

Viagra
Viagra

Stærsti lyfjaframleiðandi Slóveníu, Krka, mun setja samheitalyf fyrir stinningarlyfið Viagra í september. Verður samheitalyfið 30% ódýrara heldur en frumlyfið. Verður lyfið fyrst markaðssett í Slóveníu og þegar einkaleyfið rennur út annars staðar, árið 2012, verður boðið upp á samheitalyfið í mið-, austur- og vestur-Evrópu, segir forstjóri Krka, Joze Colaric.

Segist hann vera viss um að lyfið eigi eftir að seljast vel og þá ekki síst í Rússlandi. Verður samheitalyfið selt undir heitinu „vizarin" og ólíkt bláu töflunum þá verður samheitalyfið hvítt á litinn, að sögn Colaric. 

Lyfjaeftirlit Evrópu, EMEA, heimilaði markaðssetningu samheitalyfsins nýverið. 

Viagra töflurnar eru bláar en samheitalyfið verður hvítt
Viagra töflurnar eru bláar en samheitalyfið verður hvítt
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert