Samheitalyf Viagra á markað

Viagra
Viagra

Stærsti lyfja­fram­leiðandi Slóven­íu, Krka, mun setja sam­heita­lyf fyr­ir stinn­ing­ar­lyfið Via­gra í sept­em­ber. Verður sam­heita­lyfið 30% ódýr­ara held­ur en frum­lyfið. Verður lyfið fyrst markaðssett í Slóven­íu og þegar einka­leyfið renn­ur út ann­ars staðar, árið 2012, verður boðið upp á sam­heita­lyfið í mið-, aust­ur- og vest­ur-Evr­ópu, seg­ir for­stjóri Krka, Joze Col­aric.

Seg­ist hann vera viss um að lyfið eigi eft­ir að selj­ast vel og þá ekki síst í Rússlandi. Verður sam­heita­lyfið selt und­ir heit­inu „viz­ar­in" og ólíkt bláu töfl­un­um þá verður sam­heita­lyfið hvítt á lit­inn, að sögn Col­aric. 

Lyfja­eft­ir­lit Evr­ópu, EMEA, heim­ilaði markaðssetn­ingu sam­heita­lyfs­ins ný­verið. 

Viagra töflurnar eru bláar en samheitalyfið verður hvítt
Via­gra töfl­urn­ar eru blá­ar en sam­heita­lyfið verður hvítt
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert