Stærsti lyfjaframleiðandi Slóveníu, Krka, mun setja samheitalyf fyrir stinningarlyfið Viagra í september. Verður samheitalyfið 30% ódýrara heldur en frumlyfið. Verður lyfið fyrst markaðssett í Slóveníu og þegar einkaleyfið rennur út annars staðar, árið 2012, verður boðið upp á samheitalyfið í mið-, austur- og vestur-Evrópu, segir forstjóri Krka, Joze Colaric.
Segist hann vera viss um að lyfið eigi eftir að seljast vel og þá ekki síst í Rússlandi. Verður samheitalyfið selt undir heitinu „vizarin" og ólíkt bláu töflunum þá verður samheitalyfið hvítt á litinn, að sögn Colaric.
Lyfjaeftirlit Evrópu, EMEA, heimilaði markaðssetningu samheitalyfsins nýverið.