Síðustu daga hafa margir veitt athygli bjartri stjörnu á suðurhimninum. Þar er um að ræða stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, sem verður bjartasta stjarna kvöldhiminsins út árið og verður sérstaklega áberandi í ágústmánuði.
Á stjörnufræðivefnum, segir að með handsjónauka geti fólk auðveldlega séð tunglin fjögur sem Galíleó Galílei sá fyrstur manna fyrir 400 árum.