Facebook sækir að Google

FriendFeed hefur verið hrósað fyrir leitarvélina sem leitar í rauntíma.
FriendFeed hefur verið hrósað fyrir leitarvélina sem leitar í rauntíma.

Samskiptasíðan Facebook hefur sótt í sig veðrið í samkeppninni við tæknirisann Google með því að kaupa upplýsinga- og samskiptavefinn FriendFeed. Þetta er haft eftir sérfræðingum í tæknigeiranum.

Margir bjuggust við því að Google, eða jafnvel Twitter, myndi kaupa fyrirtækið, sem hefur hlotið lof fyrir leitarvél sem leitar í rauntíma.

Slík leit er mikils virði þar sem hún lætur notandann vita af því nýjasta sem er að gerast í tengslum við það sem hann er að leita að.

Tæknibloggarinn Robert Scoble, sem nýtur virðingar innan geirans, skrifar: „Varið ykkur Google, Facebook veit að alvöru peningar eru fólgnir í leit í rauntíma.“

Hann segir í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins að Google sé kóngurinn þegar kemur að hefðbundinni leit. FriendFeed sé hins vegar kóngurinn þegar það kemur að rauntíma leit. Scoble segir að spennandi tímar séu framundan.

Larry Page, stofnandi Google, viðurkenndi í maí að leitarrisinn hafi dregist aftur úr öðrum vefjum á borð við Twitter, en um 45 milljónir notenda nota örbloggvefinn.

„Fólk vill gera hluti í rauntíma og ég tel að þeir [Twitter] hafi staðið sig afar vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert