Facebook sækir að Google

FriendFeed hefur verið hrósað fyrir leitarvélina sem leitar í rauntíma.
FriendFeed hefur verið hrósað fyrir leitarvélina sem leitar í rauntíma.

Sam­skipt­asíðan Face­book hef­ur sótt í sig veðrið í sam­keppn­inni við tækn­iris­ann Google með því að kaupa upp­lýs­inga- og sam­skipta­vef­inn Friend­Feed. Þetta er haft eft­ir sér­fræðing­um í tækni­geir­an­um.

Marg­ir bjugg­ust við því að Google, eða jafn­vel Twitter, myndi kaupa fyr­ir­tækið, sem hef­ur hlotið lof fyr­ir leit­ar­vél sem leit­ar í raun­tíma.

Slík leit er mik­ils virði þar sem hún læt­ur not­and­ann vita af því nýj­asta sem er að ger­ast í tengsl­um við það sem hann er að leita að.

Tækni­blogg­ar­inn Robert Scoble, sem nýt­ur virðing­ar inn­an geir­ans, skrif­ar: „Varið ykk­ur Google, Face­book veit að al­vöru pen­ing­ar eru fólgn­ir í leit í raun­tíma.“

Hann seg­ir í sam­tali við frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að Google sé kóng­ur­inn þegar kem­ur að hefðbund­inni leit. Friend­Feed sé hins veg­ar kóng­ur­inn þegar það kem­ur að raun­tíma leit. Scoble seg­ir að spenn­andi tím­ar séu framund­an.

Larry Page, stofn­andi Google, viður­kenndi í maí að leit­arris­inn hafi dreg­ist aft­ur úr öðrum vefj­um á borð við Twitter, en um 45 millj­ón­ir not­enda nota ör­bloggvef­inn.

„Fólk vill gera hluti í raun­tíma og ég tel að þeir [Twitter] hafi staðið sig afar vel.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert