Fer 98 km á bensínlítranum

Chevrolet Volt, rafbíllinn sem General Motors hyggst markaðssetja á síðari hluta næsta árs, mun komast 230 mílur á galloninu af bensíni, að því að er framleiðendur bílsins fullyrða, en það svarar til tæpra 98 km á lítranum. Bíllinn mun ganga fyrstu 64 km á rafmagni en skipta svo yfir á bensín.

Miðað er við akstur í þéttbýli en vitað er að eyðslan verður meiri utanbæjar þar sem drægni litínjónarafhlaðanna takmarkast við 40 mílur, eða rétt rúmlega 64 km.

Sú vegalengd er hins vegar talin munu duga til daglegs aksturs í borgum enda eru flestar ferðir til og frá vinnustað.

Eftir á að staðfesta tölurnar en ef rétt reynist er drægnin rúmlega fjórum sinnum meiri en hjá þriðju kynslóð Toyota Prius sem komast á 50 mílur á galloninu.

Þegar Voltinn skiptir yfir á bensín fer hann jafnframt að hlaða rafhlöðurnar með tvinnbílatækninni og á þannig samtals að komast 300 mílur, eða 482 km, á tankinum, líklega miðað við bestu aðstæður.

Voltinn er farinn að taka á sig endanlega mynd eftir …
Voltinn er farinn að taka á sig endanlega mynd eftir töluverðar breytingar frá því að fyrsta hugmyndagerðin leit dagsins ljós.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert