Afmæli gemsans

Gamlir og nýir farsíma.
Gamlir og nýir farsíma. mbl.is/Jakob

Gem­s­inn fagn­ar fimmtán ára af­mæli sínu á Íslandi á sunnu­dag en Póst­ur og sími opnuðu GSM-farsíma­net sitt hinn 16. ág­úst 1994.

Sum­ir af þess­um fyrstu gem­s­um þóttu býsna nett­ir og seg­ir meðal ann­ars í grein í Morg­un­blaðinu hinn 23. júní 1994 að um sé að ræða vasasíma sem jafn­vel sé hægt að fara með til út­landa, þeir nett­ustu vegi ein­ung­is nokk­ur hundruð grömm og því auðvelt að hafa þá í vasa eða veski. Vafa­laust þætti fólki þess­ir sím­ar þó vera býsna fyr­ir­ferðar­mikl­ir í dag.

Aðal­söluaðili gem­s­anna var Póst­ur og sími en þó var snemma hægt að kaupa þá ann­ars staðar líka. Meðal ann­ars sam­einuðust þrír inn­flytj­end­ur farsíma, Há­tækni, Nýherji og Radi­omiðun um að stofna Íslensk fjar­skipti hf. til að ann­ast inn­kaup á farsím­um. Bauð fyr­ir­tækið gem­sa á verðbil­inu 49-119.000 krón­ur. Þá var um tíma hægt að kaupa gem­sa í Bón­us, þann ódýr­asta á 41.000 kr. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert