40% Twitterfærslna marklaust blaður

Reuters

Banda­ríska markaðsrann­sókna­fyr­ir­tækið  Pear Ana­lytics seg­ir, að um 40% allra færslna á sam­skipta­vefn­um Twitter séu „mark­laust blaður." Álíka marg­ar færsl­ur voru sam­töl fólk, sem not­ar Twitter til net­spjalls. Aðeins um 8,7% færslna á vefn­um höfðu eitt­hvað gildi og inni­héldu markverðar upp­lýs­ing­ar eða frétt­ir.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC, að Pear Ana­lytics  fylgd­ist með Tweet-skila­boðafljót­inu í hálf­tíma fresti dag­lega í hálf­an mánuð á tím­an­um frá 11 til 17. Alls af­ritaði fyr­ir­tækið um 2000 færsl­ur og flokkaði þau í sex flokka: Frétt­ir, rusl­póst, aug­lýs­ing­ar, mark­laus blaður, sam­ræður og verðmætt inni­hald. Færsl­ur voru flokkaðar sem sam­ræður ef tveir not­end­ur voru að skipt­ast á skeyt­um og und­ir „mark­laust blaður" flokk­inn féllu m.a. færsl­ur á borð við: Ég er að borða sam­loku.

Starfs­menn Pear Ana­lytics töldu fyr­ir­fram, að flest­ar færsl­urn­ar myndu flokk­ast sem annað hvort rusl­póst­ur eða aug­lýs­ing­ar en vax­andi fjöldi fyr­ir­tækja er nú far­inn að nota Twitter til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um um vör­ur.

En þess í stað fóru 40,5% færsln­anna í flokk­inn mark­laust blaður, 37,5% flokkuðust sem sam­ræður og 8,7% töld­ust hafa upp­lýs­inga­gildi. Rusl­póst­ur var 5,85% og aug­lýs­ing­ar 3,75%.  

Pear Ana­lytics ætl­ar að gera sams­kon­ar kann­an­ir á árs­fjórðungs­fresti til að skoða þróun í notk­un vefjar­ins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert