Næsti Trabbi verður rafbíll

Upprunalegi Trabantinn kom fyrst á götuna árið 1949 og var …
Upprunalegi Trabantinn kom fyrst á götuna árið 1949 og var framleiddur til ársins 1991. Reuters

Hópur þýskra fyrirtækja er að þróa „nýjan Trabba“, eða „Trabant NT“, og stefnir að því að sýna frumgerð hans á bílasýningunni í Frankfurt í september.

Nýi Trabantinn getur vart orðið umhverfisvænni, ólíkt gömlu gerðinni, sem var með háværa og mengandi tvígengisvél og var í senn dáður og forsmáður fyrir einfaldleika.

„Þetta verður rafbíll með sólarpanil á þakinu, hannaður fyrir borgarsnatt og styttri ferðir,“ sagði Ronald Gerschewski, forstjóri IndiKar, austur-þýska fyrirtækisins sem framleiddi Trabant-bílana frægu. „Inni verða tengingar fyrir leiðsögutæki, farsíma og iPod.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert