Ef uppvakningar og lifandi menn tækjust á, hver ynni?

Ef plága uppvakninga kæmi til yrði að berjast gegn þeim …
Ef plága uppvakninga kæmi til yrði að berjast gegn þeim af mikilli hörku annars væri úti um okkur öll. Reuters

Ef uppvakningar væru raunverulega til gæti árás þeirra leitt til hruns siðmenningar ef ekki væri brugðist strax við og af miklum krafti. Þetta er niðurstaða stærðfræðilegrar æfingar sem rannsakendur í Kanada framkvæmdu.

Rannsóknarmennirnir segja að aðeins örar gagnárásir sem færu vaxandi í styrk gætu gereytt verunum.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í bók: Infectious Diseases Modelling Research Progress.

Í bókum, kvikmyndum, tölvuleikjum og þjóðsögum eru uppvakningar, eða zombíar, verur sem eru í raun dauðar og sem geta breytt lifandi verum í uppvakninga með því að bíta þá.

En það er alvarleg hlið á rannsókninni. Að sumu leyti líkist uppvakningaplágan lífshættulegri sýkingu sem dreifir sér hratt.

Í rannsókninni setja rannsakendurnir sem koma frá Háskóla Ottawa og Carleton háskóla (sömuleiðis staðsettur í Ottawa) fram spurninguna: Ef það væri barátta milli uppvakninga og hinna lifandi, hver myndi vinna?

Prófessorinn Robert Smith? (spurningamerkið er hluti af nafninu) og félagar hans skrifa: Við líktum eftir árás uppvakninga með því að notast við líffræðilegar staðhæfingar, settar fram í vinsælum uppvakningamyndum. Grunnmódel uppvakningasýkingar er sett fram og niðurstöðurnar kynntar með tölfræðilegum lausnum.

Á heimasíðu stærðfræðiprófessorsins segir Robert Smith? að spurningamerkið aðgreini hann frá Robert Smith, söngvara hljómsveitarinnar The Cure.

Til þess að hinir lifandi ættu einhvern möguleika kusu rannsakendurnir að láta uppvakningana vera hæga í hreyfingum í stað þess að þeir væru liprir og snjallir eins og þeir eru í sumum nýjum kvikmyndum.

Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn þeirra í ljós að sú aðferð að fanga eða lækna uppvakningana myndi aðeins fresta hinu óhjákvæmilega. Í niðurstöðu segir að eina von mannkyns væri að ráðast á þá oft og ráðast á þá af miklu offorsi. Með þeirra eigin orðum: Hit them often and hit them hard.

Þeir bæta svo við: það er frumskilyrði að uppvakningarnir séu afgreiddir fljótt, annars erum við í mjög miklum vandræðum.

Samkvæmt rannsakendunum er aðalmunurinn á uppvakningum og útbreiðslu raunverulegrar sýkingar sá að uppvakningar vakna aftur til lífsins. Þeir segja þó að vinna þeirri líkist nokkuð útbreiðslu hugmynda.

Verkinu hefur verið fagnað af einum helsta sjúkdómafræðingi heims, Neil Ferguson, prófessor, sem er einn helsti ráðgjafi bresku stjórnarinnar í málum er varða svínaflensuna.

„Ritgerðin tekur á nokkru sem mörg okkar hafa haft áhyggjur af, sérstaklega þegar við vorum yngri, hvernig væri best að taka á hraðri útbreiðslu uppvaknina,“ segir Ferguson sem starfar við Imperial College London.

Hann segir þó að sumir ályktanir í ritgerðinni séu full neikvæðar. „Minn skilningur á líffræði uppvakninga er sá að ef þér tekst að taka af þeim höfuðið þá sé uppvakningurinn dauður að eilífu. Svo kannski eru þeir full svartsýnir þegar þeir segja að uppvakningar gætu tekið yfir borg á þremur til fjórum dögum.“

Ekki er um að ræða raunverulega uppvakninga heldur fólk sem …
Ekki er um að ræða raunverulega uppvakninga heldur fólk sem tók þátt í skrúðgöngu uppvakninga í Berlín þann 18. júlí. Hundruðir tóku þátt í göngunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert