Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum á makakíöpum, að ákveðið gen veldur því, að sumir þeirra eru veikari fyrir áfengi en aðrir.
Genið, sem um ræðir, stýrir því ásamt öðrum hvernig við bregðumst við streitu hins daglega lífs. Það getur verið ofvirkt og þá leitt til kvíða og áhyggna, þunglyndis og áfengissýki.