Blaðaútgefendur eru byrjaðir að gera tilraunir með nýja tækni, sem gerir kleift að birta myndskeið í venjulegum prentuðum blöðum. Fyrsta myndskeiðsauglýsingin mun þannig í september birtast í völdum eintökum bandaríska tímaritsins Entertainment Weekly.
Um er að ræða örþunnan skjá, sem byggir á svonefndri LCD tækni. Skárinn er á stærð við farsímaskjá og inniheldur rafhlöðu og kísilflögu. Myndskeiðið fer af stað þegar blöðum tímaritsins er flett.
Fram kemur á fréttavef BBC, að fyrstu myndskeiðin muni sýna auglýsingar frá gosdrykkjaframleiðandanum Pepsi og einnig kynningar á væntanlegu efni sjónvarpsstöðvarinnar CBS.