IBM kynnir nýjan tæknibúnað

Trukkurinn frá IBM.
Trukkurinn frá IBM.

Fær­an­leg sýn­ing á veg­um tæknifyr­ir­tæk­ins IBM er nú hér á landi. Sýn­ing­in er í 36 tonna vöru­bíl og þar er m.a. að finna IBM netþjóna, sýnd­ar­væðing­ar­lausn­ir, eft­ir­lit­s­kerfi, rekkaþjóna og blaðaþjóna.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Nýherja er Ísland fyrsta landið, sem IBM trukk­ur­inn heim­sæk­ir eft­ir viðamikla upp­færslu á búnaðinum.

Er al­menn­ingi boðið að skoða trukk­inn við versl­un Nýherja í Borg­ar­túni á morg­un. Seg­ir Nýherji, að þessi heim­sókn sé ein­stak­lega spenn­andi fyr­ir áhuga­fólk um tölvu­tækni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka