Helmingur eldislaxa með hjartakvilla

Í sumum laxafjölskyldum í Noregi eru nær allir fiskarnir með bólgu í hjarta. Ekki er óvenjulegt að stór lax sem er næstum tilbúinn til slátrunar drepist úr streitu.

Norskir vísindamenn hafa rannsakað 2.700 eldislaxa frá 291 laxafjölskyldu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 42 prósent fiskanna voru með bólgu í hjarta, 90 prósent voru með fitu á hjartanu og hjá 44 prósentum var um mjög mikla fitu að ræða.

Vísindamennirnir telja að rekja megi kvillana til bæði erfðaþátta og umhverfis. Ein af ástæðunum fyrir kvillunum kunni að vera hversu rólegu lífi eldislax lifir miðað við villtan lax.

Ekki hefur verið sýnt fram á að hjartakvillarnir dragi úr gæðum fisksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert