Börn fá eyrnasuð af mp3-spilurum

mbl.is/Brynjar Gauti

Börn geta fengið eyrnasuð (tinnitus) af notkun mp3-spilara. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sænskra vísindamanna.

Vísindamennirnir hafa skoðað 60 níu ára börn. Alls hlustuðu 60 prósent þeirra á tónlist með heyrnartólum. Af þeim hlustuðu 28 prósent sjaldan, 26 prósent hlustuðu einu sinni til þrisvar sinnum í viku en 6 prósent hlustuðu á hverjum degi.

Af þessum 60 reyndust sjö prósent vera með stöðugt eyrnasuð. Þetta eru svipaðar niðurstöður og niðurstöður alþjóðlegra rannsókna, að því er Kim Kähäri, lektor við háskólann í Örebro, greinir frá.

Rannsókn á 60 manns á aldrinum 15 til 60 ára, sem notuðu mp3-spilara, leiddi í ljós heyrnarskerðingu hjá fjórðungi.  Af þeim þjáðust 16 prósent af eyrnasuði.

Alls kváðust 10 prósent þátttakenda sofa með tónlist í eyrunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert