Hvíti maðurinn aðeins 5.500 ára gamall?

Urbandictionary.com

Ný rannsókn leiðir í ljós að hvítir Evrópubúar hafi ekki orðið til fyrr en fyrir um 5.500 árum. Rannsóknin, sem framkvæmd var við Óslóarháskóla, sýnir að fólkið sem bjó á Bretlandi og Norðurlöndunum hafi haft dökka húð í margar aldir. Fyrst þegar fornmaðurinn hóf landbúnað fyrir um 5.500 árum síðan hafi húð hans tekið að breytast.

Orsökin sé sú að ræktaður matur innihaldi lítið magn D-vítamíns, sem er mikilvægt næringarefni. Maðurinn geti búið efnið til þegar sólarljós er nægt, en ljós húð geri það hinsvegar hraðar en dökk. Í Norður-Evrópu þar sem sól er af skornum skammti hafi ljós húð því verið nauðsynleg til að lifa af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert