Flóttinn frá Fésbókinni

Facebook, Fésbók eða Snjáldurskinna á íslensku, er að missa áhangendur. Þeir sem áður fóru reglulega inn á síðuna sína og fylgdust með lífi allra vina sinna eru sumir búnir að fá nóg. Einn hættir af því að honum mislíkar eigin forvitni, annar af því að honum þótti sem Fésbókar-skrif einkenndust af örvæntingu, sá þriðji af ótta við eltihrelli, sá fjórði þar sem honum þótti gengið of nærri persónuvernd og sá fimmti dró sig í hlé án nokkurra skýringa.

Blaðamaður New York Times, Virginina Heffernan, rekur Fésbókarflóttann á þennan hátt í grein í blaðinu um liðna helgi. Hún bendir á, að flóttinn sé vart merkjanlegur þegar litið sé á notendatölur Fésbókarinnar; í Bandaríkjunum einum hafi 87,7 milljónir manna skoðað Fésbókar-síður í júlímánuði. En á meðan enn bætist margir í hópinn sé lítill en eftirtektarverður hópur að flýja og sumir með hvelli.

Fésbók eins og N-Kórea

Maðurinn hefur það helst á móti Fésbók, að upplýsingar þar séu söluvara. „Þeim mun háðari fyrirbærum eins og Facebook sem við leyfum okkur að verða – og Facebook gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gera okkur háð – þeim mun meira getur Facebook misnotað okkur. Og gerir það,“ hefur New York Times eftir honum.

Aðrir viðmælendur hafa líka fengið sig fullsadda. Kona nokkur nefnir sem dæmi, að stjúpsonur hennar hafi virst heltekinn af Fésbókinni og að sjálf hafi hún fengið nóg af endalausum tilraunum sölumanna ýmiss konar til að koma sér og varningi sínum á framfæri. Karl sagðist hafa áttað sig á að hugmyndir hans um „vini“ á síðunni hafi reynst rangar. Færslur, sem séu persónulegar, geti tvístrast og endað í eins konar hálfopinberri mynd.

Margir áttu bágt með að skýra hvers vegna þeir kærðu sig ekki lengur um Fésbók. Þeir voru bara búnir að fá nóg, kærðu sig ekki lengur um að fylgjast með athugasemdum annars fólks, skoða myndirnar og svara athugasemdum.

Leið eins og eltihrelli

Það sem gerði hins vegar útslagið í hennar tilviki var að henni fannst Fésbókin hrella sig. Dag einn, á annarri vefsíðu, var henni boðið að gefa bíómynd einkunn, sem hún og gerði. Þegar hún fór næst inn á Fésbók biðu hennar skilaboð um þessa einkunnagjöf á hinni síðunni. „Ég kunni ekki að meta að það væri fylgst svona nákvæmlega með mér,“ sagði konan. Og hætti.

Allir fundnir

Virginia Heffernan lýkur grein sinni með vangaveltum um hvort Fésbókin sé dæmd til að verða einn góðan veðurdag eins konar draugabær á netinu, uppfull af síðum notenda, sem ekki uppfæri þær lengur, auk samansafns af markaðsmönnum, sem kroppa í líkin af þeim þjóðfélagshópum, sem þeir höfðu vonast til að geta hagnýtt sér. „Sorglegt, ef satt er. En kannski forlögin, eins og dauði framhaldsskólaklíku.“  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert